svarid-video

thjonustumidstod-framtidarinnar

ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR FRAMTÍÐARINNAR

ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR FRAMTÍÐARINNAR

Íslenskur menningararfur er innblástur hönnunar þjónustumiðstöðvanna. Stöðvarnar verða opnar allan sólarhringinn og bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir bíla og raftæki, sjálfsalaverslanir með fjölbreyttu vöruúrvali, sjálfhreinsandi salerni, gagnvirk upplýsingaborð, upplýsinga- og auglýsingaskjáimarkað með handverki úr héraði, leiksvæði, sjónauka og fleira.

Þá verða ruslagámar við stöðvarnar þar sem hægt verður að losa rusl til endurvinnslu, húsbílar og rútur geta losað salernisúrgang og camper ferðafólki boðið velkomið að leggja á sérmerktum bílastæðum gegn gjaldi þar sem grill- og þvottaaðstaða verða til afnota.

 
 
stadsetningar

ÁÆTLAÐAR STAÐSETNINGAR

threesixzero-umhverfi

360° UMHVERFI

Í þessu 360° umhverfi er hægt er að skoða eina af aðalstöðvunum frá öllum sjónarhornum.

hledsla-fyrir-bifreidar

RAFHLEÐSLA

Ísland er í kjöraðstöðu til að verða fyrirmyndarþjóð þegar kemur að rafbílavæðingu í samgögnum. Laufey ætlar að taka virkan þátt í þessum nauðsynlegu og spennandi orkuskiptum. Á stöðvunum geta ferðamenn sett rafbílinn og raftækin sín í hleðslu og nýtt sér alla þá þjónustu sem í boði er á meðan tækin hlaðast.

snjallbord

GAGNVIRK UPPLÝSINGABORÐ

Í þjónusturými verða gagnvirk upplýsingaborð með snertiskjám. Í þeim verður að finna upplýsingar um athyglisverða viðkomustaði og þjónustuframboð nærumhverfisins. Hægt verður að nálgast lýsingar á nokkrum tungumálum, skoða ljósmyndir og myndbönd, auk þess að bóka ferðir og gistingar.

Fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og félögum verður boðið að auglýsa varning, þjónustu og tilboð í gagnvirku upplýsingaborðunum.

snjallsjalfsalar

SJÁLFSALAVERSLUN

Sjálfsalar Laufeyjar eru með snertiskjái þar sem notendur geta skoðað myndir og upplýsingar um vörurnar á mismunandi tungumálum. Sjálfsalarnir eru með fjölbreyttu vöruúrvali s.s. heitum og köldum drykkjum, matvörum, minjagripum og nauðsynjavörum. Lögð er áhersla á gæðavörur á lágu verði. Sjálfsalarnir eru nettengdir með tölvustýrða vöru- og verðstjórnun.

heitir-drykkir

HEITIR DRYKKIR

Kaffivélar Laufeyjar eru hágæða vélar sem halda jöfnum og stöðugum þrýstingi í gegnum allt bruggunarferlið. Hægt verður að velja á milli mismunandi gerða af kaffi, ásamt te og heitu súkkulaði.

snjallsalerni

SJÁLFHREINSANDI SNÚNINGSSALERNI

Sjálfhreinsandi snúningssalernin frá Sanitronics eru með notalegum Corian setum sem koma hreinar og þurrar úr djúphreinsun. Hvert salerni er í raun með tvær salernisskálar. Á meðan ein er í notkun er verið að þrífa hina á bak við vegginn, og biðtími því undir 18 sekúnum. Hægt verður að fylgjast með hreinsunarferlinu í gegnum útiglugga. Allt snertilaust: Sápa, vatn, handþurrkari og hurðaopnari. Einnig verður aðgengi að stóru og þæginlegu Corian skiptiborði.
Gólfið er einnig tekið í gegn eftir hverja notkun með háþrýstisprautum og þornar á 10 sekúndum. Vatnið lekur í gegnum gegndræpa gólfefnið, því svo safnað saman í skál, rusl síað frá, vatnið hreinsað og endurnýtt.
Salerni Laufeyjar verða opin allan sólarhringinn.

 

islenskur-markadur

BÆNDAMARKAÐUR

Framleiðendum (t.d. beint frá býli) og handverksfólki í nærumhverfinu verður boðið að selja og/eða kynna vörur sínar. Vörur verða ekki seldar í samkeppni við rótgróna þjónustuaðila í nærumhverfinu, við viljum samvinnu frekar en samkeppni.

upplysinga-og-auglysingaskjair

UPPLÝSINGA- OG AUGLÝSINGASKJÁIR

Laufey mun leggja áherslu á íslenskt landkynninga- og fræðsluefni og þá sérstaklega frá nærumhverfi stöðvanna. Fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og félögum verður boðið að sýna kynningarefni og auglýsingar.

nayax-greidslukerfi

RAFRÆNT GREIÐSLUKERFI

Þjónustumiðstöðvarnar notast við greiðslukerfi NAYAX sem er leiðandi kerfi í sjálfsafgreiðslu. NAYAX tekur við öllum helstu kredit- og debetkortum, fyrirfram greiddum kortum, snjallsímagreiðslum, Paypal og raunar nær öllum greiðslum nema reiðufé.

oryggi

ÖRYGGI

Þjónustumiðstöðvarnar eru alltaf opnar og vaktaðar með öryggismyndavélum. Þær eru einnig skjól ef óvæntir atburðir eiga sér stað, t.d. óveður eða náttúruhamfarir.

Í öllum stöðvum eru salerni fyrir hreyfihamlaða, útbúin með leiðbeiningum fyrir blinda í talmáli og blindraletri. Þannig bæta stöðvarnar aðstöðu hreyfihamlaðra til ferðalaga. Einnig eru öryggishnappar á salernunum beintengdir við vaktstöð.

Í stöðvum eru öryggisskjáir Safe Travel þar sem komið verður á framfæri breytingum á veðri og aðstæðum, s.s. færð, vegalokunum, slysum, skriðum, eldgosum og snjóflóðum. Einnig verða kennslumyndbönd á upplýsingaskjáum, t.d. hvernig aka skal við mismunandi aðstæður s.s. í snjó eða lausamöl, og hvernig á að bregðast við ef vá er fyrir dyrum. Skyndihjálparbúnaður verður aðgengilegur í sjálfsölum. Ef upp koma neyðartilfelli verður hægt að bjóða vörur eða neyðarbúnað úr sjálfsölunum samstundis með afslætti eða ókeypis.

LÝÐHEILSA OG MATVÆLAÖRYGGI
Skortur á salernisaðstöðu hefur verið talið eitt helsta vandamál íslenskrar ferðaþjónustu einkum úti á landi, og víða hefur verið lýst yfir hálfgerðu neyðarástandi. Úrbætur í hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn er brýnar. Í skýrslu starfshóps um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería er bent á að bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum dreifast meðal annars með ferðamönnum vegna lélegrar salernisaðstöðu. Þessar bakteríur eru talin ógna lýðheilsu og matvælaöryggi landsmanna.

myndasafn

MYNDIR

Laufey Mind Map Tree
teymid

TEYMIÐ

Halldór Pálsson

STOFNANDI

Halldór hefur átt farsælan feril sem bókaútgefandi og gefið út glæsilegar landkynningabækur um átján lönd á mörgum tungumálum.

Halldór er mikill frumkvöðull og þekktur af mörgum sem einn besti sölumaður landsins. Hann hefur fundað með þjóðarleiðtogum frá öllum heimshornum og fengið fjölda meðmælabréfa fyrir verkefni sín.

Halldór var einn af stofnendum ABC barnahjálpar og stoltur bróðir Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur sem gerði það að veruleika með því að vinna launalaust í 23 ár sem framkvæmdastjóri hjálparsamtakanna.

s. 893 0250
e. halldor@svarid.is
v. HalldorPalsson.com

Sveinn Waage

SÖLU- OG MARKAÐSSTJÓRI

Sveinn útskrifaðist úr HR sem markaðsfræðingur með sérfræðiþekkingu í almannatengslum. Síðan þá hefur hann átt farsælan feril hjá framúrskarandi fyrirtækjum s.s. Creditinfo, Íslandsstofu, Meniga og Ölgerðinni.

Sveinn markaðsstýrði kynningarherferð fyrsta B2C markaðsumhverfi Meniga árið 2015 sem vann til fjölda verðlauna. Honum var svo falið að verkstýra og ritstýra samfélagsmiðlum og vefsíðuráðgjöf í forsetaframboði Guðna Th. Jóhannessonar árið 2016. Sveinn vann hjá Íslandsstofu árin 2017 og 2018 þar sem hann sá um samfélagsmiðlana fyrir margverðlaunuðu markaðsherferðina, Inspired by Iceland.

Sveinn er gallharður Eyjamaður og er sérlega spenntur fyrir veiðikofanum við Landeyjahafnarafleggjara, þar sem ótal möguleikar myndast fyrir Eyjamenn þegar þeir eignast öflugan ferðamannaháf við einn fjölfarnasta þjóðveg Norðureyjar.

s. 698 6870
e. sveinn@svarid.is
v. Ferilskrá

Davíð Elí Halldórsson

FRAMKVÆMDASTJÓRI

Davíð er með B.S. viðskiptagráðu í stjórnun eftir að hafa stundað háskólanám í Bandaríkjunum á tennisstyrk.

Síðastliðin áratug hafa feðgarnir Davíð og Halldór rekið auglýsingafyrirtækið Kaja Studios og m.a. framleitt hundruði kynningarmyndbanda bæði á Íslandi og í Færeyjum. Hann hefur víðtæka reynslu í að ráða og stýra fjölbreyttum verkefnum með erlendum sérfræðingum í gegnum Upwork, stærsta verktakamarkaðssvæði í heimi.

s. 789 4242
e. david@svarid.is

stjorn

STJÓRN

clients

SAMSTARFSAÐILAR

Arkís
Íslandsstofa
Reykjafell
Saltkaup
Safe Travel
Marpol
Stolpi Gamar
Grant Thornton
Ernst & Young
Sanitronics
SAF

Hafa samband